Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 220 svör fundust

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?

Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. alda...

Nánar

Hvað er Likert-kvarði sem notaður er í spurningakönnunum?

Upprunalega hljóðaði spurningin: Ég hef heyrt talað um Likert þegar fjallað er um spurningakannanir. Hvað er Likert-kvarði? Likert-kvarði er algengasti svarkvarði í spurningakönnunum sem meta viðhorf fólks og skoðanir og fleira þar sem huglægt mat svaranda er grunnur að svari hans. Likert-kvarði er ráðandi ...

Nánar

Hvenær á að nota "myrkur í máli" og hvenær "ómyrkur í máli"?

Sá sem er myrkur í máli talar þannig að erfitt getur verið að skilja hvert hann er að fara, hver skoðun hans er. Þá er til dæmis hægt að segja: ,,Ræðumaðurinn var svo myrkur í máli í málflutningi sínum að áhorfendur skildu illa boðskap hans.” Oft er sagt eitthvað á þessa leið: ,,Hann var ekki myrkur í máli í ræðu ...

Nánar

Hvað eru ferningstölur og teningstölur?

Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...

Nánar

Hvenær er maður orðinn sekur um glæp samkvæmt íslenskum lögum; þegar hann játar eða nægar sannanir liggja fyrir eða þegar hann er dæmdur fyrir dómstóli?

Svarið er: „Þegar maður er dæmdur fyrir dómstóli.” Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar segir að öllum beri réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og sky...

Nánar

Er löglegt að framleiða djarfar fullorðinsmyndir á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu veltur nokkuð á því hvað átt er við með djarfar fullorðinsmyndir. Samkvæmt 210. gr. hegningarlaga 19/1940 með síðari breytingum er refsivert að búa til, selja, útbýta og dreifa klámmyndum. 210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæt...

Nánar

Hvernig starfaði spænski rannsóknarrétturinn?

Spænski rannsóknarrétturinn var tilraun rómversk-kaþólsku kirkjunnar og spænsku krúnunnar til að stöðva útbreiðslu trúvillu. Á miðöldum voru margir mismunandi trúarhópar á Spáni, þá sérstaklega kaþólikkar, múslímar og gyðingar. Kirkjan hafði þó mestar áhyggjur af nýkristnum mönnum sem tekið höfðu kristna trú a...

Nánar

Hvaða lækningagildi hefur lúpínan?

Hér er einnig svar við spurningunni: Er lúpínuseyði gott til verndar ónæmiskerfinu og hefur það verið rannsakað vísindalega? Maður að nafni Ævar Jóhannesson hefur framleitt lúpínuseyði frá árinu 1988 og gefið þeim sem þiggja vilja. Hefur það verið notað af fjölmörgum einstaklingum sem hafa glímt við ýmsa kvilla ...

Nánar

Er til fræðileg skilgreining á orðinu krummaskuð og hver er hún þá?

Okkur er ekki kunnugt um að þetta orð sé notað í fræðilegu samhengi en hér á eftir er fjallað um orðið frá almennu málfræðilegu sjónarmiði. 'Krummaskuð' er upphaflega notað um eitthvað lítið og óverulegt og gat það verið næstum hvað sem var, hagldir, sylgjur, skór og fleira. Í seinni tíð hefur notkunin einkum b...

Nánar

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...

Nánar

Hver er uppruni orðsins krakki?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá því um miðja 18. öld og orðið finnst einnig í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 433 fol.) sem hann safnaði til á árunum 1734 og fram að því er hann lést 1779. Eldra dæmi er þó í orðabók Guðmundar Andréssonar sem út kom fyrst 1683 en var endurút...

Nánar

Hvað er slaufun og hvað er slaufunarmenning?

Á undanförnum árum hefur orðið ákveðin samfélagsvakning í þeim skilningi að framfaraskref hafa verið tekin í málefnum ýmissa jaðarsettra hópa. Þar má til dæmis nefna réttindi hinsegin fólks og vaxandi umræðu um kynþáttahyggju. Eins og flest hafa orðið vör við hefur umræða um kynferðisofbeldi og áreitni sem og kynb...

Nánar

Fleiri niðurstöður